Færsluflokkur: Bloggar

Gæludýrin okkar og áramótin!

Kæru gæludýraeigendur

Áramótin nálgast og því er það mikilvægt að gæta vel að heimilisdýrunum - og hestum, meðan mestu sprengjulætin ganga yfir.  Áramótin eru sannarlega spennandi tími fyrir sprengjuglaða menn, en hins vegar tími hræðslu og ótta bæði hunda, katta og hesta, því hávaðinn og ljósglamparnir valda þeim  sérstaklega þó hundinum, verulegri vanlíðan.

Gæludýraeigendur eru hvattir til að gæta velferðar dýranna sinna á þessum ,,hávaða"tímum, skilja hrædd dýr alls ekki eftir ein og umsjárlaus heima og gefa þeim kvíðastillandi lyf, sé þess nauðsyn. Með öðrum aðgerðum draga slík lyf úr mestu hræðslunni, virka fljótt og valda ekki aukaverkunum.  

Á vefsíðu Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur er grein um ,,Áramótin nálgast" með góðum og gagnlegum leiðbeiningum fyrir alla gæludýraeigendur.

Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur, Skipasundi 15, óskar öllum gæludýraeigendum nær og fjár friðsamra áramóta og farsældar á nýju ári!  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband